Wednesday, September 9, 2015

Hlaðvarp NBA Ísland: 48. þáttur


Gestur í 48. þætti Hlaðvarpsins er tónlistarmaðurinn Smári Tarfur, sem hefur komið víða við á löngum ferli í músíkinni. NBA Ísland plataði Smára í heimsókn í stúdíó og yfirheyrði hann um tónlist og körfubolta, en Smári spilaði m.a. með Hlyni Bæringssyni á sínum yngri árum á Vesturlandinu og hefur séð nokkra eftirminnilega NBA leiki þar sem Kobe Bryant og Michael Jordan komu við sögu svo einhverjir séu nefndir.

Þú getur hlustað á hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt það á mp3 formi.