Thursday, August 6, 2015

Hlaðvarp NBA Ísland: 46. þáttur

































Hefð hefur myndast fyrir þvi hjá okkur á haustin að skoða hvernig veðbankar í Las Vegas spá fyrir um gengi liðanna í NBA. Veðbankar nefna þannig líklegan fjölda sigra hjá hverju liði fyrir sig og bjóða fólki að tippa á hvort liðin verði yfir eða undir þeirri tölu.

Fulltrúar NBA Ísland reyndust dásamlega lélegir spámenn þetta árið og greina frá því í hátt í tveggja tíma hlaðvarpi. Á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið nákvæmt yfirlit yfir tölfræðina.

Fyrsta talan er fjöldi sigra sem veðbankar spá liðunum, því næst sjáið þið hvort Baldur og Gunnar tippa á að liðin vinni fleiri eða færri sigra en Vegas spáir og lokareiturinn segir loks hvað liðin enduðu með marga sigra á síðustu leiktíð - og þar af leiðandi hversu glórulaus spáin getur verið.