Sunday, July 19, 2015

Hlaðvarp NBA Ísland: 45. þáttur




Í nýjasta þætti hlaðvarpsins slær Baldur Beck á þráðinn til landsliðsmannsins Hlyns Bæringssonar sem um þessar mundir er í sumarleyfi á Íslandi til að safna kröftum fyrir átökin á EM í haust. Miðherjinn sterki i ræðir meðal annars feril sinn sem atvinnumanns, dvölina í Svíþjóð, nýja samninginn hans og svo auðvitað verkefnið stóra sem er fram undan hjá landsliðinu..

Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann. Viljir þú tjá þig um efni þáttarins, hlaðvarpið, NBA Ísland eða ef þú lendir í tæknivandræðum, geturðu haft samband við okkur á nbaisland@gmail.com