Friday, May 8, 2015

Verum í sambandi, verum tengd


Stundum gleymum við því að 99,99999% íslensku þjóðarinnar veit ekki að NBA Ísland sé til, svo það er enn fullt að körfuboltalega þenkjandi fólki þarna úti sem er að missa af ekki bara skrifum hér á síðunni, heldur líka hlutum eins og hlaðvarpinu og einföldum hlutum eins og dagskránni á NBATV og Stöð 2 Sport, sem við höfum gert okkar besta til að hafa klára hér á síðunni.

Því þótti okkur kjörið tækifæri núna að benda áhugasömum á það að NBA Ísland er til dæmis bæði á Facebook og Twitter. Það þýðir að þeir sem læka NBA Ísland á Facebook og elta NBA Ísland á Twitter verða því oftast varir við það undir eins og eitthvað er í gangi á síðunni, því ritstjórn hennar linkar gjarnan á nýtt efni þegar það dettur inn á síðuna.

Eins og flest ykkar vita, hefur NBA Ísland verið til í núverandi mynd í meira en fimm ár, en samt er lygilega mikið af fólki þarna úti - og meira að segja fólki sem les NBA Ísland reglulega - sem hefur ekki hugmynd um að síðan bjóði bæði upp á hlaðvarp og dagskrársíðu. Það væri því bráðsniðugt ef þið sem vitið af þessu getið látið félaga ykkar vita af þessu, t.d. með Facebook-læki eða einhverju slíku.

Ástæðan fyrir því að við erum að þessu tuði er að það er alveg sama hvað við plöggum hluti eins og beinar útsendingar í drasl - við fáum alltaf 6000 spurningar í tölvupósti og á Twitter um hvaða leikir séu í beinni og hvenær og bla bla bla....

Verum tengd, gott fólk. Verum upplýst.

Ritstjórnin.