Tuesday, April 14, 2015

Spuran Spuran


Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt í herbúðum San Antonio Spurs að undanförnu og ekki bara af því úrslitakeppnin byrjar um helgina. Nei, nú er búið að frumsýna Spuran Spuran gjörninginn sem Matt Bonner og félagar settu saman í flippi. Það væri kjánaskapur að ætla eitthvað að fara að útskýra þetta myndband. Horfðu bara á það. Segið svo að San Antonio sé leiðinlegt lið.