Friday, March 20, 2015
Pat Riley er sjötugur í dag
Það er enginn smá karl sem á afmæli í dag, enda er Pat Riley eitt stærsta nafn í sögu NBA deildarinnar. Honum er oft líkt við guðföðurinn úr samnefndri kvikmynd eftir skáldsögu Mario Puzo.
Riley er alveg einstakur með það að hann átti farsælan feril sem leikmaður, þar sem hann var m.a. partur af einu besta liði allra tíma (Lakers ´72), vann nokkra meistaratitla sem þjálfari og rak svo smiðshöggið á þetta með því að verða einn besti skrifstofumaður deildarinnar hjá Miami.
Það er óþarfi að vera að masa eitthvað um Pat Riley hér, því ef þú veist ekki hver Pat Riley er, er ljóst að þú hefur engan áhuga á körfubolta og myndir því ekki lesa pistilinn okkar ef við skrifuðum hann. Þetta heitir að koma sér fagmannlega hjá hlutunum.
Nei, við skulum heldur skoða extra feitan bunka af myndum af Riley. Nokkrar frá því þegar hann var leikmaður í NBA, nokkrar úr þjálfuninni og svo slatti af honum bæði við skrifstofustörfin og í chilli með forsetum og öðru frægu fólki. Smelltu á myndirnar til að stækka þær.
Innilega til hamingju með daginn, Pat Riley.