Tuesday, February 24, 2015

Nýtt hlaðvarp


Þá er komið að 36. þætti hlaðvarpsins hjá okkur. Fulltrúi NBA Ísland slær á þráðinn til Kjartans Atla Kjartanssonar úr þjálfarateymi Stjörnunnar, sem um helgina tryggði sér bikarmeistaratitilinn í karlaflokki. Kjartan segir frá upplifun sinni, talar um starfið hjá Stjörnunni, gulldrenginn Justin Shouse og margt fleira. Síðari hluti viðtalsins snýr svo að félagaskiptunum í NBA deildinni á dögunum og hvaða lið séu að gera sig líkleg til að vinnna meistaratitil í sumar.

Smelltu hér til að komast á hlaðvarpssíðuna og nálgast þáttinn.