Sportmógúllinn Henry Birgir Gunnarsson á Fréttablaðinu/Vísi hefur komið sér upp hefð sem gengur út á að endurvekja íþróttaþáttinn sinn Skjálfanda á X-inu 97,7 á gamlársdag og fara þar yfir árið í boltagreinunum stóru. Gestir hans í körfuboltaprógramminu um daginn voru Kjartan Atli Kjartansson og Baldur Beck, en þeir renndu yfir körfuboltaárið hér heima og erlendis í léttum dúr.