Sunday, January 11, 2015

Knicks upp á háaloft


Það mætti halda að við værum með New York á heilanum, en þetta verður það síðasta sem skrifað verður um Knicks á leiktíðinni nema Madison Square Garden brenni til grunna. Við þurftum bara að koma frá okkur einni athugasemd í viðbót, sem okkur flaug í hug þegar við fylgdumst með "óslitinni sigurgöngu" Detroit Pistons og Philadelphia 76ers.

New York Knicks 2015 er sorglegasta körfuboltalið sem við höfum séð.

Philadelphia er með tvo eða þrjá NBA leikmenn í sínum röðum, en það hefur nú unnið fleiri leiki en New York. Philadelphia er að tánka, meðan New York ætlaði upphaflega að reyna að gera eitthvað í deildakeppninni. Og það þýðir ekkert að fela sig á bak við meiðsli.

Við vitum alveg að New York er líklega ekki lélegasta lið allra tíma, en það er klárlega það sorglegasta. Einhver lið hljóta að teljast lélegri en 2015 útgáfan af Knicks, en þau eru ekki mörg. Við erum að tala um það að New York er orðið svo lélegt að við erum farin að hata allt við félagið! Réttast væri að loka þessari vonlausu sjoppu.

Yfir og út á Knicks-skrif í bili.

"... Og haldiði svo kjafti!"