Saturday, January 3, 2015

Íþróttamaður ársins 2014


Það er óþarfi að fara yfir afrekaskrá Jóns Arnórs Stefánssonar á árinu, við látum öðrum miðlum það eftir, en hún er sannarlega glæsileg. Flestum er þykir líklega árangur landsliðsins undir hans stjórn bera hæst, enda er landsliðið á leið á stórmót í fyrsta skipti.

Jón Arnór hefur verið einn allra besti íþróttamaður þjóðarinnar í mörg ár og því er hann vel að því kominn að vera útnefndur íþróttamaður ársins 2014. Og það eftir harða keppni við Gylfa Sigurðsson, sem auk þess að spila í sterkri deild eins og Jón Arnór, var lykilmaður á bak við landsliðsafrek sem við höfum ekki séð áður. Þessir piltar báru höfuð og herðar yfir aðra á árinu að okkar mati.

Til hamingju Jón Arnór.