Friday, December 26, 2014

Rándýrt hjá State Farm
































Ætli John Stockton sé ekki orðinn blankur út af öllum fjárhættuspilunum, áfengisneyslunni, vímuefnasukkinu og vændiskonunum. Nei, við erum nú bara að grínast, en þetta er samt það eina sem okkur dettur í hug til að útskýra af hverju Stockton poppar allt í einu upp í sjónvarpsauglýsingu. Það er álíka líklegt og að Lemmy hætti að drekka.

Annars er gaman að sjá Stockton, Lillard, Curry og Sue Bird ganga til liðs við Chris Paul (og Cliff Paul tvíburabróður hans) í auglýsingunum fyrir State Farm. Hvernig í fjandanum hafa þeir farið að því að lokka Stockton í þetta...