Það var ekki hægt annað en að henda í ykkur einu hlaðvarpi, svona af því það eru jól. Gestur hlaðvarpsins að þessu sinni er jólabarnið Kjartan Atli Kjartansson. Hann segir hlustendum meðal annars hver er besti leikstjórnandi NBA deildarinnar að hans mati og hvaða lið hann telur líklegust til að hrifsa titilinn af San Antonio í vor.
Þið ættuð að vera farin að rata inn á hlaðvarpssíðuna okkar núna, en þau ykkar sem gera það ekki enn, geta þá
smellt hérna til að komast þangað. Hafið það gott yfir jólin elskurnar.