Saturday, December 20, 2014

Paul gefur tölfræðingum langt nef


Það er ekki bara dottið úr tísku að taka skot af millifærinu svokallaða í NBA deildinni, heldur er það nánast bannað hjá sumum liðum (t.d. hjá Houston Rockets). Einhverjar undantekningar eru á þessu eins og öllu öðru og Chris Paul er dæmi um mann sem blæs á þessi vísindi tölfræðinörda að langa tveggja stiga skotið sé versta skotið í körfubolta.

Það er aðallega vegna þess að hann er fáránlega hittinn af þessu færi og líklega eitraðasti leikmaður deildarinnar í dag á þessu svæði. Sjáið bara skotkortið hans. Ætli meðalhittni í NBA deildinni sé ekki eitthvað í kring um 40% í langa tvistinum, en Paul er nær því að skjóta 60% úr honum en 40%.