32. þáttur hlaðvarpsins er kominn inn á þar til gerða síðu hjá okkur. Þar fara Baldur Beck og Gunnar B. Helgason yfir það sem borið hefur hæst í NBA deildinni á fyrstu vikunni.
Það sem efst er á baugi er auðvitað vandræðagangurinn á Cleveland, en þeir félagar hafa mjög ólíkar skoðanir á titilvonum LeBron James og félaga. Það sem þeir eru hinsvegar sammála um, er að það er komið nýtt lið inn í myndina sem ætlar að gera atlögu að titlinum næsta sumar. Loks gefur Baldur út yfirlýsingu sem hann er mjög líklegur til að þurfa að éta ofan í sig.
Smelltu hér til að komast í góðgætið.