Tuesday, October 14, 2014

Rólegur, Steph!


Við fréttum að Steph Curry hefði verið alveg pollrólegur á fyrstu mínútunum þegar Warriors-liðið hans rótburstaði Lakers í fyrrakvöld. Við ákváðum því að kíkja aðeins á leiklýsinguna - og jú - það kom heim og saman. Curry var alveg rólegur þarna eins og þið sjáið á myndinni hérna fyrir neðan (smelltu til að stækka).

Lokatölur í leiknum á sunnudagskvöldið voru 116-75 fyrir Golden State. Þetta er bara æfingaleikur og allt það, en það er ekki bara geðveikin í Steph Curry sem stendur upp úr í leiklýsingunni.
Bæði Steve Nash og Kobe Bryant láta verja frá sér skot á fyrstu þremur mínútum leiksins.
Illa farið með virðulega eldri borgara.