Wednesday, September 3, 2014

Hendurnar á Rudy Gobert koma við körfubolta


Rudy Gobert er að fá að spila nokkrar mínútur með franska landsliðinu. Hann er með eitt mesta vænghaf sem mælst hefur í NBA deildinni og forráðamenn Jazz eru bjartsýnir á að geta gert úr honum leikmann. Í versta falli þokkalegan varnarmann. Hann er jafnhár og Natvélin (218 sm)

Zach Lowe á Grantland skrifaði nokkur orð um Gobert og framtíðarhorfur hans sem leikmanns í dag. Það eru auðvitað allir að reyna að finna sér næsta Tyson Chandler - þennan mann sem er svo mikilvægur í NBA í dag - stóran mann sem er fljótur á fótunum, passar hringinn og klárar viðstöðulaust.

Þvílíkur lottóvinningur að vera sjö feta hár íþróttamaður með greindarvísitölu yfir 80. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum í framtíðinni.

Sjáðu reglustikuna hérna fyrir neðan.Þetta er það sem Gobert vantar upp á að geta snert körfuhringinn þegar hann stendur flötum fótum undir körfunni. Þarf sem sagt ekki að vippa sér hátt upp á tærnar til að snerta járnið.

Þvílíkur kolkrabbi.