Tuesday, August 19, 2014

Ungur Kobe Bryant skorar stig með körfuboltum


Hérna eru skemmtilegar klippur úr leik frá því í febrúar árið 1995, þar sem Kobe Bryant fer mikinn í menntaskólaleik með Lower Merion liðinu sínu. Eftir stutta samantekt úr leiknum sjáum við stutt viðtal við Kobe, sem er nákvæmlega eins þarna og hann er í dag, nema hvað hann var ekki alveg búinn að fylla út í búninginn sinn þarna á menntaskólaárunum. (Því miður þarftu að spóla fram á 8:55 til að losna við óþarfa bull).



Hvað er samt málið með öll myndbönd sem eru eldri en tveggja ára á youtube! Af hverju líta þau frekar út fyrir að vera frá árinu 1948!?!  Við erum ekki svona andskoti gömul hérna!