Karlalandsliðið okkar í körfuboltanum er búið að standa sig frábærlega að undanförnu og fer á stórmót í fyrsta skipti með sigri á Bosníumönnum á miðvikudaginn kemur.
NBA Ísland sló á þráðinn til Snorra Arnar og spurði hann út í leikina við Breta, spilamennsku íslensku drengjanna, heilsufar og leiðtogahlutverk Hlyns Bæringssonar - og svo auðvitað stórleikinn á miðvikudaginn.
Þið ættuð að vera farin að rata inn á
hlaðvarpssíðuna, en ef þið gerið það ekki, getið þið
smellt hérna til að fara þangað og hlusta á 29. þáttinn.