Thursday, June 5, 2014

Veislan hefst í kvöld


Jæja elskurnar. Þá er stórhátíðin loksins að byrja. Í kvöld fer fram fyrsti leikur San Antonio Spurs og Miami Heat í lokaúrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Þegar svona veisla er að byrja, er eins gott að allir viti hvert þeir eiga að snúa sér og hvenær, ætli þeir sér að taka þátt í gleðinni.

Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og alltaf. Í ár verður smá bónus, því þá verður 30 mínútna upphitun fyrir hvern einasta leik. Fyrsti leikurinn í einvíginu hefst sem fyrr segir í nótt klukkan eitt, en þá hefst bein útsending klukkan 00:30. Sýnd verða viðtöl við leikmenn, farið yfir tölfræði og tilþrif úr fyrri leikjum svo eitthvað sé nefnt.

Hérna fyrir neðan er svo dagskráin í úrslitaeinvíginu. Liðið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Góða skemmtun.

 5. júní, leikur 1 í San Antonio kl. 1:00
 8. júní, leikur 2 í San Antonio kl. 0:00
10. júní, leikur 3 í Miami kl. 1:00
12. júní, leikur 4 í Miami kl. 1:00
15. júní, leikur 5 í San Antonio kl. 0:00*
17 júní, leikur 6 í Miami kl. 1:00*
20. júní, leikur 7 í San Antonio kl. 1:00*

* - ef þarf

Munið að útsending hefst hálftíma fyrir auglýstan leiktíma öll kvöldin.