Wednesday, June 4, 2014

Hlaðvarp NBA Ísland - 25. þáttur


NBA Ísland fékk annan góðan mann til að spá í spilin fyrir lokaúrslitaeinvígi San Antonio og Miami sem hefst á fimmtudagskvöldið. Snorri Örn Arnaldsson hjá Stjörnunni ræðir möguleika liðanna og skákina sem framundan er hjá þjálfurunum, en svo er góðum tíma varið í að meta möguleika liða eins og Oklahoma, LA Clippers og Indiana í framtíðinni. Smelltu hér til að fara inn á hlaðvarpssíðuna og ná í þáttinn.