Friday, April 18, 2014

Sjálfsmynd af Svarta Dauða


Hópsjálfsmyndir komust í tísku fyrir skömmu. Hérna er San Antonio liðið að bjóða upp á hressa mynd. Gregg Popovich hefur örugglega grátbeðið þá um að fá að vera með, en ekki fengið.

En svona í alvörunni, er þessi myndataka að fanga vel liðsandann hjá Spurs í vetur. Okkur er til efs að fólki geri sér almennt grein fyrir því hvað þetta lið er að brjóta allar reglur og hefðir með því að vinna alla þessa körfuboltaleiki. Það var út af svona hrikalegheitum sem Spurs fékk gælunafnið Svarti Dauði. Stendur sannarlega undir því í vetur.