Sunday, November 24, 2013

Stórlaxaafmæli


Nokkrir stórhöfðingjar eiga afmæli í dag. Detroit-goðsögnin og borgarstjórinn Dave Bing er þannig sjötugur í dag og Rudy Tomjanovich leikmaður og þjálfari Houston Rockets er 65 ára. Úrvalsleikmaðurinn Oscar Robertson er 75 ára í dag og þá á Henry Bibby, pabbi hans Mike Bibby líka afmæli. Engir smá karlar þetta. NBA Ísland hefur ákveðið að baka köku handa þessum snillingum í tilefni dagsins.