Meira að segja liðsmenn Draumaliðs Bandaríkjanna frá ÓL 1992 voru einu sinni hallærislegir. Hérna fyrir neðan sérðu nokkrar misgáfulegar myndir af nokkrum af bestu körfuboltamönnum sögunnar og fáeinum til. Blessuð menntaskólaárin eru alltaf dálítið spes.
Sjáum þarna til dæmis að John Stockton er nýkominn úr áheyrnarprufu fyrir kvikmyndina Taxi Driver (ísl. Á hálum ís), en en það var að lokum Harvey Keitel sem landaði hlutverki dólgsins. Stockton hefði nú líka rúllað því upp í þessu átfitti.
Þið hljótið að þekkja þá alla.