Monday, October 14, 2013
Aftur að Ásvöllum
Við hefðum betur andskotast á Ásvelli á föstudaginn, þar sem Emil Barja var að bjóða upp á 11/13/10 þrennu auk fimm stolinna bolta í öruggum 85-70 sigri Hauka á Val.
Handónýtt að missa af svona frammistöðu. Spurning hvort pilturinn ætlar í þrennukeppni við Pavel Ermolinski í vetur.
Við bætum fyrir þetta með því að mæta á Ásvellina næsta föstudag, þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn.
Engin pressa, Emil, en við reiknum með annari þrennu þá með aðeins meira stigaskori.
Það hefur verið dálítið rokk á þessu Haukaliði undanfarin ár og er það að koma upp í annað skiptið síðan 2010. Við skulum vona að nú séu Haukarnir komnir til að vera í úrvalsdeildinni. Þannig á það auðvitað að vera.
Efnisflokkar:
Emil Barja
,
Haukar
,
Heimabrugg
,
Tölfræði
,
Þrennur