Sunday, October 13, 2013

Að púlla pelsinn


Það púlla ekki allir pelsinn, það vitum við öll. Sannarlega er það dálítið frumstætt að ganga um með dautt dýr hangandi utan á sér þegar kólna tekur í veðri. Minnir okkur dálítið á þetta stórepíska atriði:



Nokkrir valinkunnir NBA leikmenn hafa látið sjá sig í pelsum. Okkur datt í hug að sýna ykkur nokkrar myndir því til sönnunar og segja ykkur frá tveimur óþekktarormum sem fóru illa að ráði sínu í pelsadeildinni.

Fyrst skal frægan telja - það er Clyde karlinn Frazier - einn svalasti íþróttamaður sögunnar. Auðvitað púllaði Clyde pelsinn, enda á hann nóg af þeim. Hér fyrir ofan gefur að líta töff mynd af kappanum frá árinu 1974 þar sem hann stendur á tröppunum við Plaza hótelið á Manhattan. Sjóðandi svægi.

Hér má líka sjá Artis Gilmore






















Reggie Theus

















Kobe Bryant






















Té-Mák






















Og Iverson












Svo var ekki úr vegi að setja vinina Isiah Thomas og Magic Johnson inn saman. Miklir pelsamenn greinilega. Ætli megi ekki segja að Magic sé svar NBA deildarinnar við Arnari Gunnlaugs og Sol Campbell.
































 Shaquille O´Neal á að sjálfssögðu pels og svo skemmtilega vill til að tveir af liðsfélögum hans létu taka mynd af sér í flíkinni af tröllinu. Þetta eru þeir Steve Nash (Suns) og Nate Robinson (Celtics). Það hafa ekki farið nema svona fjórtán refabú í þetta mannvirki sem pelsinn hans er.





























Nú fara leikar að æsast og röðin komin að Gilbert Arenas. Hann lék í auglýsingu fyrir dýraverndunarsamtökin PETA* og sagðist frekar kjósa að vera blekaður en pelsaður.

Skömmu síðar létu þáverandi liðsfélagar hans Nick Young og Dominic McGuire hinsvegar bösta sig illilega. Þeir bjuggu þá í húsinu hans Arenas og sagði hann þeim að þeir mættu klæða sig í hvaða föt sem þeir finndu í kofanum.

Auðvitað fundu þeir tvo pelsa inni í skáp og létu taka myndir af sér sem fóru beint á netið. Vakti þetta litla hrifningu hjá PETA-mönnum, sem sáu strax að þar var eitthvað loðið á ferðinni (no pun intended). Sannkallaðir kjarneðlisfræðingar hér á ferð.

















Síðasti snillingurinn á þessum lista notaðist ekki við neina milliliði þegar hann sendi PETA fingurinn. Þetta er auðvitað meistari Dennis Rodman. Margir muna eftir auglýsingunum þar sem hann píndi sig í að koma nakinn fram og sagðist heldur kjósa blek en pels.

Eitthvað hefur fulltrúi PETA sem samd við Rodman verið vitgrannur. Ef bókað er að einhver NBA leikmaður eigi pels, er það Rodman. Auðvitað var þess ekki langt að bíða að kappinn færi út á lífið með dautt dýr um hálsinn. Þó það nú væri!




















* - PETA eru mjög umdeild samtök sem hafa komist í fréttirnar fyrir fantaskap og fjármálaóreiðu. NBA Ísland er mjög annt um dýravernd en við ráðleggjum fólki sem vill láta gott af sér leiða á þeim vettvangi að leita annað en til PETA.