Wednesday, September 25, 2013
Þegar Frédéric Weis tók slátur
Í dag munu vera þrettán ár síðan Vince Carter stökk yfir 218 cm háan franskan mann að nafni Frédéric Weis til að setja bolta ofan í körfu með bandaríska landsliðinu.
Segðu hvað sem þú vilt um Vince, þetta eru einhverjir mögnuðustu loftfimleikar sem náðst hafa á filmu - enginn leikmaður fyrr eða síðar hefur mátt taka annað eins slátur.
Frakkinn var bara ekki samur eftir þessa útreið. Við sjáum það alveg fyrir okkur að hann búi núna undir brú í miðborg Parísar þar sem hann talar samhengislaust við sjálfan sig og drekkur rakspíra.
Efnisflokkar:
Andlitsmeðferð
,
Slátur
,
Tilþrif
,
Veðrið þarna uppi
,
Vince Carter