Friday, August 9, 2013

JR Smith er með rollu á hausnum


Skotbakvörðurinn J.R. Smith hjá New York Knicks er ekki eins og fólk er flest, það vitum við öll. Einhvern veginn hafði það farið framhjá okkur að hann væri búinn að lita hárið á sér ljóst eins og rolla. Hefur kannski fengið það á tilfinninguna að hann væri ekki að vekja næga athygli nú þegar.


Svo segja fréttir að Mike Woodson þjálfari Knicks sé búinn að skipa honum að skipta aftur yfir í venjulega háralitinn áður en keppnistímabilið hefst. Þetta er haft eftir föður Smith.

Er það samt ekki dálítið kaldhæðnislegt að þessi maður sé að skipta sér af nokkru sem viðkemur hári - sama hvort það er á höfði eða andliti?