Wednesday, July 10, 2013

Leiktíð langskota


Langskotin eru alltaf að verða stærri partur af sóknarleiknum í NBA deildinni. New York skaut liða mest fyrir utan á síðustu leiktíð en Golden State, með Steph Curry í fararbroddi, var með bestu nýtinguna - rétt tæp 40% sem lið.

Hér fyrir neðan er skemmtilegt föndur um frábæra leiktíð Curry og svo tvær töflur sem sýna annars vegar flestar þriggja stiga tilraunir liða og svo bestu nýtingu liða á nýafstaðinni leiktíð.