Monday, July 8, 2013

Garnett og fjölskylda í afmæli


Það er ekkert slor að vera frægur. Það þýðir að séu góðar líkur á því að annað frægt fólk bjóði þér í afmælisveislur barnanna sinna.

Þannig var það í Malibu í Kaliforníu um helgina þegar haldið var upp á fimm ára afmæli Levi McConaughey, sonar hjartaknúsarans og Hollywood-leikarans Matthew McConaughey. Meðal þeirra sem mættu í geimið voru Óskarsverðlaunahafinn Sandra Bullock og Garnett-fjölskyldan.

Kevin Garnett, sem nýverið gekk í raðir Brooklyn Nets, er nágranni McConaughey og á dóttur á svipuðum aldri og leikarinn tungulipri. Garnett hefur búið í Malibu á sumrin í meira en áratug.