Saturday, June 29, 2013

Varstu búinn að gleyma Michael Finley?


Mikið höfðum við nú gaman af því að horfa á Michael Finley spila körfubolta. Skemmtilegast var að horfa á hann troða yfir fólk. Í myndbandinu hérna fyrir neðan fer hann í grillið á megninu af miðherjunum í deildinni. Algjör listamaður sem gleymist allt of oft þegar talað er um bestu troðarana (í leik). Finley spilaði megnið af ferlinum í Texas með Dallas og San Antonio.

Það fer lítið fyrir tilþrifum Finley þegar hann var hjá Phoenix í syrpunni hér að neðan, en við munum vel eftir því að það leið ekki einn þáttur af NBA Tilþrifum öðruvísi en að við fengjum að sjá einhver glæsitilþrif frá honum - oftast hamrandi yfir einhvern miðherjann.

Finley var samt miklu meira en bara troðari. Sjáðu bara tölurnar hans frá aldamótaárinu: 22,6 stig, 6,3 fráköst, 5,3 stoðsendingar, 1,3 stolnir boltar. Skotnýtingin var 46% - þar af 40% í þristum. Toppmaður.