Tuesday, June 11, 2013

Hlaðvarp NBA Ísland - 14. þáttur


Nýjasti þátturinn af Hlaðvarpi NBA Ísland er kominn í loftið. Þar ræðir Baldur Beck við Friðrik Inga Rúnarsson á KKÍ um fyrstu tvo leikina í lokaúrslitaeinvígi Miami og San Antonio.

Fjallað er um leikstíl Miami í vörn og sókn, fyrirmyndarklúbbinn San Antonio Spurs, taktík í úrslitaeinvíginu og spilamennsku einstaka lykilmanna.

Rétt er að minna á að þriðji leikur Heat og Spurs er á dagskrá klukkan eitt eftir miðnætti í nótt og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Smelltu hér til að fara á Hlaðvarpssíðuna og ná í nammið.