Friday, May 24, 2013
Tveir á toppnum
Þú hefur kannski velt fyrir þér hvernig það væri að standa við hliðina á NBA leikmanni. Jafnvel trölli eins og Minnisótungnum Nikola Pekovic, sem er mögulega stærsti maðurinn í NBA deildinni ef tekið er mið af hæð, þyngd, kjöti og almennum hrikalegheitum.
Jæja, þú þarft ekki að leita lengur. Hér er skemmtileg (bola) tækifærismynd sem einhver hefur smellt af Pekovic og leikaranum geðþekka Zach Galifianakis, sem um þessar myndir féflettir fólkið sem er svo saklaust að mæta á myndina Þynnka Þrjú.
Okkur liggur forvitni á að vita hvort þeirra bað um að myndin yrði tekin (hver bolaði hvern), ef það var þá annar þeirra en ekki ljósmyndari sem átti leið hjá og sá þetta ólíklega par.
Efnisflokkar:
Bolurinn
,
Eðlilegt
,
Kvikmyndahornið
,
Myndir
,
Nikola Pekovic
,
Skrítlur