Friday, May 10, 2013
Skotkortið hans Melo í úrslitakeppninni
Carmelo Anthony hefur verið nokkuð kaldur í úrslitakeppninni til þessa. Til gamans sýnum við ykkur hér skotkortið hans svo þið getið skoðað nákvæmlega hvernig hann er að skjóta utan af velli.
Græni flöturinn þýðir að hann sé að skjóta yfir því meðaltali sem gengur og gerist í deildinni, gult er á pari en rauði liturinn segir að viðkomandi leikmaður sé að skjóta undir meðaltali deildarinnar. Á kortinu hans Melo má segja að tveir hlutir æpi á okkur.
Fyrst er það að hann er ekki að skjóta nema 25% í þristum á vængjunum þar sem hann er að taka megnið af langskotum sínum og í öðru lagi er hann ekki að skjóta nema 40% undir körfunni, sem er hræðileg nýting. Þetta skrifast á menn eins og Kevin Garnett og Roy Hibbert, en sá síðarnefndi er gjörsamlega búinn að loka teignum hjá Indiana í rimmunni við New York.
Efnisflokkar:
Carmelo Anthony
,
Hatorade
,
Knicksblæti
,
Múrsteinahleðsla
,
Skotgleði
,
Skotkort
,
Stilltu þig gæðingur
,
Tölfræði
,
Úrslitakeppni 2013