Monday, May 27, 2013

Þróun skotvals LeBron James


LeBron James er búinn að taka nákvæmlega 200 skot í úrslitakeppninni. 102 þeirra hafa komið undir körfunni. Slökustu stærðfræðingar átta sig á því að það er um það bil helmingur skota hans (smelltu á myndirnar til að stækka þær).






















 Það er allt annað en var uppi á teningnum hjá honum þegar hann var hjá Cleveland, þegar hann var að skjóta miklu meira utan af velli. Tökum sem dæmi árið sem hann fór í lokaúrslitin með Cleveland gegn San Antonio. Þá tók hann 399 skot í úrslitakeppninni og eins og þið sjáið á skotkortinu hér fyrir neðan tók hann aðeins 164 þeirra undir körfunni. Það eru um 41% skota hans.





















Grantland fór líka ofan í saumana á skotþróun LeBron James frá Cleveland til Miami með myndrænum og skemmtilegum hætti. Fyrst sjáum við hvernig James var að skjóta hjá Cleveland á síðasta árinu sínu í deildakeppninni.




















 Og hér sjáum við hvernig hann var að skjóta í deildakeppninni í vetur.




















Því meira sem James spilar nær körfunni, því hættulegri er hann og því betri árangri hefur lið hans náð.