Friday, May 24, 2013

Joe Dumars er fimmtugur í dag



Stórhöfðinginn Joe Dumars sem spilaði allan sinn feril hjá Detroit er fimmtugur í dag. Dumars var nokkuð vanmetinn leikmaður, hörku varnarmaður og ágætis skotmaður.

Hann myndaði eitt sterkasta bakvarðapar í sögu deildarinnar með Isiah Thomas félaga sínum og urðu þeir meistarar í tvígang með Pistons árin 1989 og 1990.

Dumars var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna árið 1989 og á myndinni tekur hann við verðlaunum því tengt.

Þá má bæta því við að þeir Mitch Kupchak framkvæmdastjóri Lakers og sjálfur Té-Mákur hjá San Antonio eiga einnig afmæli í dag.

Ekki er það síður merkilegt að Björgvin Páll Gústavsson handboltamaður og Anna Garðarsdóttir knattspyrnukona eiga líka afmæli þennan dag. Það er allt að verða vitlaust hérna!