Monday, April 1, 2013
Hver þarf LeBron og Wade?
Bjuggust ekki margir við því að Chris Bosh myndi klára San Antonio Spurs með þriggja stiga körfu þegar eins sekúnda var eftir. Ekki þegar Miami var án LeBron James og Dwyane Wade.
Svona er körfuboltinn. Maður veit aldrei hvert hann fer með okkur. Það borgar sig ekki að kafa djúpt ofan í þennan leik til þess að pæla í því hvort Miami er betra lið en San Antonio eða ekki. Við efumst um að það eigi eftir að skipta máli í sumar - og það kemur þá bara í ljós ef þessi lið mætast í lokaúrslitum.
Nei, það sem við tökum út úr þessum leik er hvað aukaleikarar Miami geta verið flottir þegar þeir fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Það gerðu þeir svo sannarlega í Texas í kvöld. Mættu brjálaðir til leiks og kláruðu dæmið eins og þeir hefðu aldrei búist við öðru.
Heat lauk marsmánuði 17-1 og er fyrsta liðið í sögu NBA sem nær að vinna sautján leiki í einum og sama mánuðinum.
Ef allt Miami liðið spilar svona í úrslitakeppninni, geta mótherjarnir allt eins pakkað saman og reynt aftur á næsta ári.
Efnisflokkar:
Á flautunni
,
Heat
,
Sönn seigla