Tuesday, March 19, 2013
Hlaðvarpið: 8. þáttur
Í nýjasta þætti Hlaðvarpsins ræðir Baldur Beck við Jón Björn Ólafsson ritstjóra karfan.is. Þeir félagar spá í spilin fyrir úrslitakeppni Domino´s deildarinnar sem hefst á fimmtudaginn og segja m.a. frá því af hverju þeir byrjuðu upphaflega að raka af sér hárið.
Smelltu hér til að fara inn á hlaðvarpssíðuna og ná í þáttinn.
(Mynd: Jón Björn tekur viðtal við Kristófer Acox, leikmann KR).
P.s. - Athugið að ef Hlaðvarpið hikstar eitthvað í spilun í byrjun, er gott ráð að ýta á pásu í smá stund og leyfa spilaranum að "böffera" og hlusta svo. Annars er alltaf best að hlaða Hlaðvörpum bara beint niður og hlusta á þau þannig. Kveðja, ristjórnin.
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið