Þessir fjórir heiðursmenn eiga það sameiginlegt að eiga afmæli í dag, 23. mars. Merkilegasti áfanginn er hjá honum Jason Kidd hjá New York sem er orðinn hvorki meira né minna en fertugur. Það hefði verið hægt að búa til all suddalegt lið úr þessum mannskap.
Þetta eru Gordon "Ásmundur" Hayward (uppi til vinstri), Moses Malone (uppi til hægri), Jason Kidd (niðri til vinstri) og Cleveland pilturinn Kyrie Irving. Getur þú stillt upp sterkara liði úr einum afmælisdegi? Sendu þína tillögu á nbaisland@gmail.com