Friday, March 15, 2013
Af snúnum ökklum
Kobe Bryant ætlar að spila með Lakers gegn Pacers í kvöld, þrátt fyrir að hafa snúið sig illa á ökkla í leik í fyrrakvöld. Auðvitað spilar maðurinn - enda eitt mesta hörkutólið í deildinni. Bjóstu við öðru?
Það þýðir ekkert að ætla að láta bólginn ökkla stöðva sig ef menn ætla að spila í NBA deildinni.
Þessir tveir hvítklæddu hérna fyrir neðan spiluðu samanlagt í 38 ár í NBA og misstu ekki úr einn einasta leik út af ökklameiðslum.
Karl Malone sneri sig stundum svo illa á ökkla að hann spilaði í öðrum skónum sem var tveimur númerum stærri en hinn. Spilaði líka meira en hálfa leiktíð handarbrotinn. Hann missti aldrei meira en tvo leiki úr tímabili á þeim átján árum sem hann spilaði með Jazz (oftast vegna leikbanns) áður en hann meiddist svo fyrst illa á lokatímabilinu með Lakers.
Stockton spilaði alla 82 deildarleikina (50 í verkbanninu um aldamótin) í 17 af 19 árum sínum í deildinni.
Þessi leikur er ekki fyrir neinar dúkkulísur.
Efnisflokkar:
John Stockton
,
Karl Malone
,
Kobe Bryant
,
Meiðsli
,
Sönn seigla