Thursday, February 14, 2013

Viðstöðulaus handboltatroðsla frá JaVale


Sagt er að gamli dísellyftarinn Andre Miller hjá Denver sé besti sirkussendingamaður í NBA deildinni og engin ástæða til að mótmæla þeirri kenningu af miklum krafti, hann er klárlega með þeim bestu. Sjáðu bara þetta rugl:



Ekki aðeins er sendingin frábær yfir næstum allan völlinn, heldur er móttakan hjá geimvísindamanninum JaVale McGee af dýrari gerðinni. Við höfum amk aldrei áður séð mann taka viðstöðulausa handboltatroðslu. Þetta er á fárra færi, krakkar, ykkur er óhætt að trúa því. Mögnuð tilþrif.

Talandi um handbolta. Hvaða þvættingur væri það nú að sjá hinn 213 sentimetra háa McGee spila skyttu í handbolta? Spurning um að fá gaurinn í HK þegar hægist á hjá honum í NBA. Ætti að geta skotið yfir íslenska hávörn þegar haft er í huga að hann er með rúmlega 80 sentimetra í stökkkraft og skanka sem ná yfir Fossvoginn.