Friday, February 15, 2013
Tjútthelgi í Texas
Stjörnuleikurinn árlegi í NBA er á dagskrá á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti (aðfaranótt mánudags, tæknilega) og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og alltaf.
Þá verður hægt að sjá eitthvað af þáttum í kring um þessa veislu á NBATV, þar sem einnig verða keyrðir upphitunarþættir, viðtöl, æfingar, gamlir Stjörnuleikir og troðkeppnir. Fyrir þá sem hafa áhuga, bendum við á dagskrá helgarinnar á NBATV hérna fyrir neðan.
Margir eru meira fyrir Stjörnuhelgarfjörið en við hérna á NBA Ísland, en það verður ekki af skipuleggjendum tekið að í ár eru ágætis líkur á að fá betri skemmtun en í meðalári.
Það er ekki síst út af mannskapnum sem skráður er til leiks í troðkeppninni, en þar eigum við nokkuð örugglega eftir að sjá tilþrif sem verða með því besta sem sést hefur. Svo eru nú engir pappakassar að taka þátt í skotkeppninni heldur.
Efnisflokkar:
Dagskrá
,
Stjörnuleikir