Monday, February 18, 2013

Vinni, vinni, vinni


Það var mikið að gera hjá Chris Paul um helgina. Fyrirliði Vesturdeildarliðsins hirti sjálfur titilinn Mest Verðmæti Pilturinn með frammistöðu upp á 20 stig (7-10 í skotum), 15 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Eyddi sem sagt megninu af helginni í að taka við verðlaunum.