Monday, February 18, 2013
Ó, bróðir, hvar eruð þér?
Sjáðu fyrrum félagana Russell Westbrook og James Harden í Stjörnuleiknum í nótt.
Risavaxið "Hvað ef...?" er í fæðingu eftir brottför James Harden til Houston.
Hvað ef Harden hefði haldið áfram hjá Oklahoma veturinn 2012-13?
Tja, við skulum bara segja að hlutirnir hefðu líklega þróast allt öðruvísi. Erfitt að sjá James Harden fyrir sér skorandi 26 stig komandi af bekknum hjá Oklahoma. Þá hefur brottför hans án nokkurs vafa orðið til þess að flýta þroska þeirra Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Að minnsta kosti eitthvað.
Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi umdeildu félagaskipti Harden eiga eftir að koma út þegar allt er talið. Eftir svona tíu ár jafnvel.
Efnisflokkar:
James Harden
,
Kevin Durant
,
Rockets
,
Russell Westbrook
,
Serge Ibaka
,
Thunder