Wednesday, February 6, 2013

Sirkus Gallo


Stjörnu-geggjaður sjónvarpslýsandi Denver Nuggets vildi þegar mest lét meina að þetta væri karfa aldarinnar hjá Danilo Gallinari. Það er auðvitað algjört kjaftæði, en það leynir sér ekki að Ítalinn skemmtilegi hefur verið duglegur að fara með bænirnar sínar undanfarið.

Ætli leikmenn Denver hafi ekki allir verið duglegir að biðja. Liðið hefur unnið sjö leiki í röð og þrettán af fimmtán. Megnið af þessum leikjum eru á erfiðum heimavelli þeirra í þunna loftinu, enda var kominn tími á að þetta blessaða lið fengi nokkra heimaleiki eftir sífelld ferðalög í upphafi leiktíðar.