Friday, February 8, 2013

Ilmurinn af rósunum


Sumir halda að við búum við körfuboltakreppu um þessar mundir - og það er sumpart satt - leikurinn er að breytast mikið og miðherjar eins og við þekktum þá heyra nánast sögunni til. Háskólaboltinn er drasl og alvöru leikmönnum sem koma fram á sjónarsviðið á síðustu árum fer fækkandi - nýliðavalið færir liðum 2-3 leikmenn sem skipta máli og restin er í besta falli rulluspilarar.

Ef þú eyðir öllum þínum tíma í að velta þér upp úr því - og þeirri staðreynd að Michael Jordan og Hakeem Olajuwon eru hættir - ertu að missa af plottinu.

Sjáðu:



Þessir tveir leikmenn eru tveir af bestu körfuboltamönnum allra tíma - og þeir eru í sama liði - og þeir eru besta tvíeyki í NBA deildinni í dag.

Þeir gera hluti á borð við þessa sem þú sérð í myndbrotinu fyrir ofan stundum leik eftir leik. Og það er sannarlega ekki gefið að verða vitni að því.

Við hvetjum fólk til að gefa þessu gaum, staldra við og finna ilminn af rósunum, ef svo má segja.

Þessi tilþrif verða spiluð í NBA-stiklum eftir 20 ár og þá átt þú eftir að hugsa með þér hvað þeir hafi nú verið helvíti góðir og monta þig af því við syni þína og frændur að þú hafir nú horft á þá leika listir sínar leik eftir leik - þeir hafi nú verið betri en þessir pappakassar sem eru að spila í dag!