Sunday, February 10, 2013
Af Red Hot Chili Peppers og LA Lakers
Allir þekkja bandarísku rokkhljómsveitina Red Hot Chili Peppers og öll þekkið þið auðvitað Magic Johnson og Los Angeles Lakers, annars væruð þið tæplega að lesa þetta.
Samt kannast ekki endilega allir við lagið Magic Johnson sem kom fyrir á fjórðu breiðskífu Chili Peppers Mothers Milk árið 1989.
Hér fyrir neðan er myndband við lagið sem einhver áhugamaðurinn hefur sett nokkuð skemmtilega saman.
Þarna fara auðvitað saman tveir af dýrmætustu hlutunum í lífinu, rokktónlist og körfubolti.
Forsprakkar Red Hot Chili Peppers, þeir Anthony Kiedis (söngur, leiklist, einstaka heróínflipp) og stórsnillinginn Flea (bassi, leiklist) eru reglulegir gestir á heimaleikjum Lakers síðustu 30 árin og eru til að mynda með baksviðsaðgang að liðinu í úrslitakeppninni.
Peppers-menn hafa aldrei farið leynt með ást sína á Lakers-liðinu sínu. Þetta kemur gjarnan fram í textunum hjá þeim eins og sjá má í textabrotinu hér að neðan.
Það er úr laginu Mellowship Slinky in B Major af meistaraverkinu Blood Sugar Sex Magik sem kom út árið 1991 og kom sveitinni endanlega á toppinn.
Rockin' to the beat of the fabulous Forum
My Lakers I adore 'em
Þarna er vísað í stemninguna sem ríkti jafnan í gömlu Forum-höllinni sem var heimavöllur Los Angeles á árunum 1967 og fram til aldamóta, þegar Staples Center tók við.
Já, það er gaman þegar listamenn af þessari stærðargráðu rugla svona saman reitum.
Hérna er textinn við Magic Johnson, svo þú getir sungið með Kiedis og félögum. Þú tekur eftir því að strax í þriðju línu tala þeir um að það sé "staðreynd að hörkutólin Lakers hafi unnið tvö ár í röð." Þetta er tilvísun í meistaratitlana sem liðið vann árin 1987 og 1988.
MAGIC JOHNSON - (Mothers Milk, 1989)
L.A. Lakers, fast break makers
Kings of the court shake and bake all takers
Back to back is a bad ass fact a claim that remains in tact
M-A-G-I-C see you on the court
Buck has come to play his way and his way is to thwart
M-A-G-I-C magic of the buck
Other teams pray for dreams but he don't give a fuck
Penetrating the lane like a bullet train
Comes the magic blood a telepathic brain
Knucklehead suckers better duck
When the buck comes through like a truck
Scott stops, pops and drops it in
On his way back gets a little skin
From the hand of a man named A.C. Green
Slam so hard break your TV screen
Worthy's hot with his tomahawk
Take it to the hole make your mamma talk
I hate to burst your bubble but triple double trouble
Is coming to your town and he's going to make rubble
L.A. Lakers, fast break makers
Kings of the court, shake and bake all takers
Back to back is a bad ass fact a claim that remains in tact
Lakers are the team that I watch on the telly
'Cause they got more moves that a bowl full of jelly
The buck stops here, pops then cheers
A roar through the Forum that deafens my ears
The one and only know if his kind sits in a throne
Not for the records that he holds but for being bald and bold
Kareem Abdul Jabbar all time great super super star
I hate to burst your bubble but triple double trouble
Is coming to your town and he's going to make rubble
Does anybody want some Magic Johnson?
L.A. Lakers, fast break makers
Kings of the court shake and bake all takers
Back to back is a bad ass fact a claim that remains in tact
Látum þar með tónlistarhorninu lokið í dag.
Góðar stundir.
Efnisflokkar:
Klassík
,
Lakers
,
Ruglað saman reitum
,
Tónlistarhornið