Tuesday, January 22, 2013
Tólfþúsundáttahundruðsextíuogfjórar milljónir
Þú gætir örugglega fundið margar skemmtilegar leiðir til að leika þér ef þú finndir 87 þúsund dollara uppi á háalofti hjá þér.
Hver getur ekki notað rúmar ellefu milljónir króna í eitthvað skemmtilegt? Þetta er fjandi mikill peningur, þannig séð.
Já, pældu nú í því ef þú ættir 87 þúsund dollara. Veistu hvað þú gætir gert?
Þú gætir beðið einhvern að lána þér hundrað milljónir dollara í viðbót og þá gætirðu borgað laun leikmanna Los Angeles Lakers í vetur.
Það er auðveldara að reikna þessar hundrað kúlur yfir í Matador-peningana sem eru notaðir á Íslandi. Lakers er að borga 12,86 milljarða í leikmannalaun í vetur.
Árangurinn ekki aaalveg eftir því núna. Lakers er
2-11 í síðustu þrettán. Þeir verða að fara að reka
Gasol. Augljóslega allt honum að kenna!
Efnisflokkar:
99 vandamál
,
Kemur
,
Lakers
,
Launamál
,
Tunga í kinn