Friday, January 18, 2013

Hárbeittur búningur #21 hjá Knicks


Þeir hata nú ekki að safna í fade hárstílinn, vængmennirnir hjá New York Knicks.

Fyrst var það Gerald Wilkins sem lék með Knicks á árunum 1985-´92, en í dag er það Iman Shumpert sem er óðum að koma til eftir langvarandi meiðsli.

Gamlir skarfar eins og Woody Allen í stúkunni í Madison Square Garden gætu haldið að þeir hafi stigið inn í tímavél þegar þeir sá útúr feidaðan leikmann númer 21 bruna niður vænginn og troða.

Hérna er gömul körfuboltamynd af Wilkins, þar sem feidið er nokkuð hófstillt.






















Við urðum auðvitað að sýna ykkur aðra mynd af honum þar sem hárgreiðslan nýtur sín betur í einhverri ógleymanlegri Nike auglýsingunni. Gerald var aldrei eins góður og eldri bróðir hans Dominique, en vel brúklegur leikmaður engu að síður.

Sonur Gerald, Damien Wilkins, fetaði í fótspor föður síns og frænda og hefur spilað í NBA deildinni í nokkur ár. Hann er nú á mála hjá Philadelphia 76ers.


























Við urðum auðvitað að henda inn einni mynd af Shumpert, sem er að taka þetta alla leið eins og kappar eins og troðkóngurinn Kenny Walker gerðu á sínum tíma, en hann lék einmitt með Knicks eins og þeir Shumpert og Wilkins.

Hérna fyrir neðan sérðu mynd af meistara Walker. Hann var "in it to win it" þegar kom að hártískunni alveg eins og Shumpert, en þetta virðist vera að komast í einhverja tísku aftur.

Hann Kenny Walker var algjör költari og stal senunni í Astrodome-höllinni í Houston í febrúar 1989 þegar hann sigraði í troðkeppninni eftir að hafa komið inn í hana sem varamaður. Hann sló þar við kempum á borð við Clyde Drexler og Spud Webb og það er alls ekki ólíklegt að hárið hafi átt einhvern þátt í því..