John Stockton lék ekki í mörgum auglýsingum á ferlinum, enda með sannkallaða fjölmiðla- og myndavélafælni. Það kom okkur því nokkuð á óvart þegar við rákumst á þessa skemmtilega hræðilegu Diet Pepsi auglýsingu með leikstjórnandanum goðsagnakennda.
Og úr því við vorum að opna þessa ormadós, er hér önnur jafnvel skelfilegri auglýsing með Stockton og Hot Rod Hundley í aðalhlutverki. Skondið að America 1st credit union er enn í dag einn stærsti styrktaraðili Utah Jazz. Líklega vegna þess að samstarfið var reist á þessari frábæru auglýsingu.