Undirtektirnar sem við fengum vegna síðustu getraunar voru vægast sagt hræðilegar.
Þó náði einn snjall piltur að koma með helminginn af svarinu. Við vorum að leita eftir amk tveimur hlutum sem tengdu þá Jeff Malone, Tyrone Corbin og Kevin Willis.
Það vildi svo skemmtilega til að þessir gömlu refir léku allir eitthvað
með Miami Heat leiktíðina 1995-96 og voru þess vegna liðsfélagar
Kurt Thomas sem
enn er að spila í deildinni.
Thomas leikur með ellismellunum í New York Knicks í dag, en hann var á nýliðaárinu sínu með Miami árið 1995.